Mýs dönsuðu á veginum

Hagamús.
Hagamús.

Mikill músagangur er þessa dagana á Suðurlandi og telja kunnugir hann jafnvel meiri nú en oft áður.

„Ég sá þetta vel þegar ljósin á bílnum lýstu upp þjóðveginn í myrkrinu. Mýsnar voru út um allt, hlupu um og hreinlega dönsuðu í vegköntunum. Sérstaklega var þetta áberandi í Mýrdalnum, undir Eyjafjöllum og alveg vestur úr.“

Þetta segir Sveinn Kr. Rúnarsson, yfirlögregluþjónn á Suðurlandi, í Morgunblaðinu í dag. Hann ók síðastliðið þriðjudagskvöld frá Kirkjubæjarklaustri og á Hvolsvöll og er í annan tíma mikið á ferðinni í umdæminu. „Mýsnar eru út um allt,“ segir Sveinn.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert