Fundað með foreldrum í vikunni

Mynd úr safni.
Mynd úr safni. mbl.is/Heiðar Kristjánsson

Skólastjóri í skóla nemandans sem greint var frá á föstudaginn segir að fundað verði með foreldrum drengsins í vikunni og reynt að ráða fram úr málinu. Reynt var að ræða við foreldra þess sem bauð í afmælið sem um ræðir í fyrri frétt um að drengnum yrði einnig boðið en við því var ekki orðið.

Fyrri frétt mbl.is: Sá eini sem ekki var boðið

Hann segir þó ýmsar lýsingar móðurinnar sem koma fram í fréttinni og snúa að skólanum ekki standast og leitast verði eftir því að leiðrétta þær.

Í þeim tilfellum þegar um einelti er að ræða er viðbragðsáætlun skólans í eineltismálum virkjuð, sem byggir á viðtölum við gerendur og þolendur. Ávallt segir skólastjórinn þó farið eftir því hvernig málum er háttað í hverju tilviki.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert