„Gerði mér enga grein fyrir hörmungunum“

Rauði krossinn tók við bókunum í gær.
Rauði krossinn tók við bókunum í gær.

„Við það að skrifa þessa bók gerði ég mér í fyrsta skipti ljóst hversu ömurlegt hlutskipti það er að vera flóttamaður. Ég hafði lesið fréttir af málefnum fyrrum Júgóslavíu í mörg ár en gerði mér enga grein fyrir hörmungunum fyrr en ég skrifaði þessa bók,“ segir Elín Hirst alþingismaður í tilkynningu en í gær tók Rauði krossinn við 1400 eintökum af bók hennar og bókaútgáfunnar Útkalls, Barnið þitt er á lífi, sem verður seld í verslunum Hagkaupa til styrktar flóttamannahjálp Rauða krossins í Reykjavík.

Auk Smáralindar verður bókin seld í verslunum Hagkaupa þar sem er sólarhringsopnun, í Skeifunni, Garðabæ, Spönginni og á Seltjarnarnesi. Þá er hún seld í fataverslunum Rauða krossins á höfuðborgarsvæðinu. Bókin er seld á 2.000 krónur. Allt andvirðið rennur til flóttamannaverkefna Rauða krossins. Ef vel tekst til getur þetta framlag bætt tæpum 3 milljónum króna í flóttamannasöfnunina.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert