Hjólreiðamanni enn haldið sofandi

Mynd frá vettvangi slyssins.
Mynd frá vettvangi slyssins. Ljósmynd/Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu

Hjólreiðamanni á fimmtugsaldri sem lenti í alvarlegu umferðarslysi 17. september sl. er enn haldið sofandi í öndunarvél á gjörgæslu Landspítalans.

Maðurinn var á hjóli á ferð um Vatnsendahvarf þegar bifreið var ekið í veg fyrir hann. Strax var ljóst að um alvarlegt slys var að ræða og kallaði Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu eftir því í kjölfarið að ökumenn sýndu hjólreiðafólki í umferðinu árvekni á sama tíma og hjólreiðamenn voru hvattir til þess að gæta fyllsta öryggis.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert