Síldarsalat innkallað

Salan hefur verið stöðvuð og innkölluð úr verslunum.
Salan hefur verið stöðvuð og innkölluð úr verslunum.

Matvæladreifing ehf. hefur í samráði við Matvælastofnun ákveðið að taka úr sölu og innkalla frá neytendum síldarsalat vegna vanmerkingar á ofnæmis- og óþolsvöldum.

Matvælastofnun hefur gert nokkrar athugasemdir á merkingum á vörunni. Ekki er getið að varan geti innihaldið hveiti og mjólkurprótein en þau eru á lista yfir ofnæmis- og óþolsvalda.

Um er að ræða öskjur af síldarsalati frá Íslenskum sjávarréttum sem hefur verið til sölu í verslunum um land allt. 

Salan hefur verið stöðvuð og innköllun úr verslunum stendur yfir. Þeir neytendur sem eiga umrædda vöru og eru með ofnæmi eða óþol fyrir ofangreindum ofnæmis- og óþolsvöldum eru beðnir að neyta hennar ekki og farga henni eða skila í verslun þar sem hún var keypt.

Nánari upplýsingar hér.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert