Markaðurinn kallar á meira rafmagn

Fremst á myndinni er lónstæði væntanlegrar Hvammsvirkjunar. Innar sést Búrfell, …
Fremst á myndinni er lónstæði væntanlegrar Hvammsvirkjunar. Innar sést Búrfell, þar sem hefja á byggingu nýs orkuvers á næsta ári. mbl.is/Sigurður Bogi Sævarsson

Takmarkað framboð á raforku setur atvinnuuppbyggingu út um land miklar skorður. Segja má að Suðurland og svæðið á Bakka við Húsavík séu einu svæðin á landinu þar sem hægt er að útvega orku í takti við það sem markaðurinn kallar eftir.

Annars staðar er þröng, enda fáir virkjunarkostir eða þá flutningsmannvirki ekki til staðar. Þetta segir Harðar Arnarsonar, forstjóri Landsvirkjunar. Þar á bæ er margt í deiglunni um þessar mundir og efst á baugi er stækkun Búrfellsvirkjunar.

Viðbótarorka frá Búrfelli er ekki eyrnamerkt ákveðnum kaupanda, eins og stundum þegar nýjar virkjanir eru reistar. „Eftirspurnin núna er helst hjá viðskiptavinum sem þurfa kannski 5 til 10 MW af orku og þar getum við nefnt gagnaver og fiskimjölsverksmiðjur,“ segir Hörður í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert