Veikir vegna heimsókna þjóðhöfðingja?

Lögreglumenn við Stjórnarráðið.
Lögreglumenn við Stjórnarráðið. mbl.is/Styrmir Kári

Fjármálaráðuneytið telur sig hafa upplýsingar um að lögreglumenn ætli að tilkynna veikindi nokkra daga síðar í þessum mánuði í kjarabaráttu sinni en tvo þessara daga er von á erlendum þjóðarleiðtogum í opinberar heimsóknir til landsins.

Meðal þessara daga er 16. október en þann dag kemur Francois Hollande, forseti Frakklands, í opinbera heimsókn til landsins. Samkvæmt landslögum þurfa íslenskir lögreglumenn að koma að öryggisgæslu erlendra þjóðhöfðingja hér á landi. 

Einnig er búist við að lögreglumenn tilkynni veikindi 28. október en þann dag er gert ráð fyrir að David Cameron, forsætisráðherra Bretlands, heimsæki Íslands ásamt fleiri þjóðhöfðingum í boði íslenskra stjórnvalda vegnamálþingsins Northern Future Forum.

Frétt mbl.is: Ráðuneytið hótar lögreglu lögsókn

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert