Yfir 1.500 vilja verða flugliðar hjá WOW

Flugliðar WOW í flugstöð Leifs Eiríkssonar.
Flugliðar WOW í flugstöð Leifs Eiríkssonar. mbl.is/Sigurgeir Sigurðsson

Rúmlega 1.500 sóttu um störf flugliða hjá WOW air, sem voru auglýst fyrir nokkru.

Umsækjendur eru á aldrinum 22 til 58 ára, konur eru þar í meirihluta en körlum sem sækja um starfið hefur þó fjölgað á undanförnum árum.

„Líklega ráðum við a.m.k. 100 núna, en endanleg tala er ekki alveg komin á hreint,“ segir Svanhvít Friðriksdóttir, upplýsingafulltrúi WOW air.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert