„Þingmönnum verða oft á mistök“

Karl Garðarsson, þingmaður Framsóknarflokksins.
Karl Garðarsson, þingmaður Framsóknarflokksins. mbl.is/Eggert Jóhannesson

„Þessi mistök hafa nú verið viðurkennd af einstaka þingmönnum og breytingatillaga er boðuð. Það er gott mál. Þingmönnum verða oft á mistök við lagasetningu – í slíkum tilfellum er nauðsynlegt að bregðast skjótt við og lagfæra það sem aflaga fór.“

Þannig ritar Karl Garðarsson, þingmaður Framsóknarflokksins, á vefsíðu sína um afleiðingar nýrra laga um fasteignasala sem hafi í för með sér að 250 sölufulltrúar á fasteignasölum standi mögulega frammi fyrir atvinnumissi þar sem framvegis verði farið fram á löggildingu til þess aðgeta starfað við sölu fasteigna. Þá menntun hafi þeir ekki og þurfi því að sækja sér hana. Uppsagnarbréf séu þegar farin að berast þessu fólki enda í raun búið að loka á störf þeirra.

„Auðvitað þarf að gera miklar kröfur til þeirra sem hafa oft á tíðum með höndum aleigu fólks. Um það er ekki deilt. Hér hefði hins vegar þurft að gefa umþóttunartíma, þannig að auknar kröfur til fasteignasala tækju ekki gildi fyrr en sölufulltúum hefði gefist tími til að afla sér nauðsynlegrar menntunar.“

Frétt mbl.is: Löggjafinn gekk of langt

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert