Alvarlegt ástand á Landspítala

Róðurinn er afar þungur á Landspítalanum um þessar mundir.
Róðurinn er afar þungur á Landspítalanum um þessar mundir. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Róðurinn þyngdist mjög á Landspítalanum í dag en 19 einstaklingar sem hafa verið innritaðir á bráðamóttöku bíða nú þess að komast inn á viðeigandi deildir. Að sögn heimildarmanna mbl.is er ástandið alvarlegt og erfitt að veita viðunandi þjónustu við ríkjandi aðstæður.

Um 1.600 starfsmenn spítalans, í um 1.000 stöðugildum, eru í verkfalli samkvæmt upplýsingum frá spítalanum.

Til viðbótar við þá nítján sem bíða innlagnar bíður fjöldi fólks þjónustu á bráðamóttökunni, sem var svo þéttsetin í dag að biðja þurfti aðstandendur að standa upp og víkja úr sætum fyrir sjúklinga. Þá var verkfallsvörðum tjáð að þeir gætu ekki allir heimsótt bráðamóttökuna á sama tíma.

Ástandið er m.a. tilkomið þar sem erfiðlega gengur að útskrifa sjúklinga. Bæði vegna verkfalla á öðrum stofnunum og í heimahjúkrun. Að sögn heimildarmanns mbl.is hefur samstarfið við undaþágunefnd þó gengið vel og unnið er að því að opna fleiri rúm og sækja um undanþágur til að manna þau pláss.

Þá munu stjórnendur spítalans segja þrýsting á aðrar stofnanir um að sækja einnig um undaþágur til að greiða fyrir útskriftum.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert