Langar biðraðir í Leifsstöð

Margar flugvélar komu til landsins frá Norður-Ameríku í morgun og …
Margar flugvélar komu til landsins frá Norður-Ameríku í morgun og mynduðust raðir við vegabréfaeftirlit. Myndin er úr safni. mbl.is/Ernir Eyjólfsson

Það hefur verið mikil umferð farþega inn í landið á Keflavíkurflugvelli í morgun og langar biðraðir myndast við vegabréfaeftirlit. Því má búast við einhverjum töfum á millilandaflugi í dag, að sögn Guðna Sigurðssonar, upplýsingafulltrúa Isavia, í samtali við mbl.is í morgun.

Landamæraverðir eru félagar í SFR og hafa verið í verkfalli fimmtudag, föstudag, mánudag og í dag. Þetta þýðir að aðeins lögreglumenn sinna landamæraeftirliti vegna flugfarþega sem koma frá Bretlandi og Norður-Ameríku. Því hafa færri hlið verið opin og afgreiðsla gengið hægar fyrir sig.

Mjög margar flugvélar komu til landsins frá Norður-Ameríku í morgun og eru þær síðan að fara til annarra áfangastaða í Evrópu á áttunda og níunda tímanum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert