Á ekki að vísa börnum úr landi

„Þegar farið er að vísa börnum úr landi er mér bara nóg boðið,“ sagði Illugi Jökulsson í morgun eftir að hafa afhent Kristínu Völundardóttur, forstjóra stofnunarinnar, áskorun ríflega 10.000 Íslendinga um að leyfa albanskri fjölskyldu að setjast að hér á landi. Hann treystir stofnuninni ekki til að taka rétta ákvörðun og telur hana túlka lagaramma of þröngt.

Illugi hefur á undanförnum dögum safnað undirskriftum á Facebook þar sem þess er krafist að albanska Telati fjölskylda fái hæli hér á landi af mannúðarástæðum. Kristín vildi ekki ræða málefni fjölskyldunnar sérstaklega en ítrekaði að innan stofnunarinnar væri unnið faglegt starf. Þá bauð hún Illuga í heimsókn um stofnunina og bauðst til að kynna fyrir honum starfið sem þar er unnið.

mbl.is fylgdist með afhendingunni í morgun og ræddi við Illuga um málið.

Í gær var fjallað um flóttamannahugtakið og aðstæður í Albaníu á vef Útlendingastofnunnar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert