Fá ekki svör frá Seðlabanka

Seðlabankinn hefur haft undanþágubeiðnir slitabúa gömlu bankanna til meðferðar um …
Seðlabankinn hefur haft undanþágubeiðnir slitabúa gömlu bankanna til meðferðar um nokkurra mánaða skeið. mbl.is/Árni Sæberg

Slitastjórnir föllnu viðskiptabankanna telja tímann sem þau hafa til undirbúnings og framlagningar frumvarps að nauðasamningi vera á þrotum.

Þrátt fyrir að Seðlabankinn hafi ekki gefið afdráttarlaus og endanleg svör um skilyrði fyrir undanþágum frá gjaldeyrishöftum hafa slitastjórnir LBI og Kaupþings nú þegar sent kröfuhöfum gögn varðandi nauðasamning búanna.

Ekki var hægt að bíða lengur með birtingu gagnanna vegna þess tímafrests sem alríkislög í Bandaríkjunum kveða á um varðandi birtingarfrest gagnvart þarlendum kröfuhöfum, að því er fram kemur í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert