Hafa gert kauptilboð í land ríkisins við Geysi

Landeigendur bjóðast til að kaupa land ríkisins við Geysi.
Landeigendur bjóðast til að kaupa land ríkisins við Geysi. mbl.is/Golli

Landeigendafélag Geysis ehf. hefur sent íslenska ríkinu tilboð um að kaupa allan eignarhlut ríkisins innan girðingar á Geysissvæðinu. Um er að ræða 33,89 % þess svæðis.

Á umræddu svæði eru m.a. hverirnir Strokkur og Geysir ásamt um 80 öðrum hverum. Garðar Eiríksson, talsmaður Landeigendafélagsins, sagði að þeir hefðu lengi reynt að leita lausna á þeim vanda sem verið hefur varðandi stjórnun og uppbyggingu á svæðinu.

„Við álítum að það sé allteins gott að þessu landsvæði sé skilað aftur til þeirra landeigenda sem áttu það áður. Við höfum bent á það öll þessi ár hvað þarf að gera og hvað hefur breyst með fjölgun ferðamanna,“ segir Garðar um mál þetta í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert