Stóð úti og öskraði

Lögreglan þurfti að handtaka ungan mann í nótt sem stóð öskrandi á bifreiðastæði við fjölbýlishús í austurhluta Reykjavíkur. Maðurinn var í talsvert annarlegu ástandi og með engu móti gert grein fyrir sér.Var hann því vistaður í fangaklefa í þeirri von um að hann myndi ná áttum fyrr en seinna.

  Rúmlega þrjú í nótt var lögreglu tilkynnt um karl sem svæfi, að því talið var, ölvunarsvefni inni í strætó sem þrífa átti í þrifaðstöðu Strætó. Hafði karlmaðurinn sennilega sofnað í vagninum og ekki vaknað þegar akstri lauk. Karlmaðurinn var vakinn og fékk að halda sína leið enda orðinn rólfær.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert