Bundin og slegin með svipu

Margir mótmæltu við lögreglustöðina á Hverfisgötu að mennirnir skyldu ekki …
Margir mótmæltu við lögreglustöðina á Hverfisgötu að mennirnir skyldu ekki vera úrskurðaðir í gæsluvarðhald mbl.is/Árni Sæberg

 Í skýrslu annars brotaþola hjá lögreglu í kynferðisbrotamáli frá því í október kemur fram að annar meintra gerenda hafi bundið hendur hennar saman með keðju. Þá hafi hann slegið hana með svipu. Þetta staðfesta heimildir Fréttablaðsins að því er fram kemur á forsíðu blaðsins í dag.

Þar segir að lögreglan hafi lagt hald á svipu og keðju við húsleit í íbúð í Hlíðunum en umráðamaður íbúðarinnar er annar tveggja manna sem hafa verið kærðir fyrir kynferðisbrot. Sá er á fertugsaldri og starfar á hótelinu Reykjavík Marina. Hann hefur verið sendur í leyfi á meðan rannsókn málsins stendur yfir. 

„Þetta er ekki í samræmi við lýsingar míns manns,“ segir Bjarni Hauksson verjandi annars meints gerenda. Vilhjálmur Vilhjálmsson, verjandi hins, segir skjólstæðing sinn hvorki kannast við að hafa bundið stúlkuna og hvað þá slegið hana með svipu, samkvæmt frétt Fréttablaðsins í dag.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert