Kynferðisbrot

„Nauðganafaraldur“ - 58 fleiri mál

13:36 58 fleiri nauðgunarmál komu inn á borð til Stígamóta á árinu 2016 en 2015. Mikil aukning er á tilkynntum hópnauðgunum og lyfjanauðgunum. „Það er nærtækt að álykta að nauðgunarfaraldur hafi átt sér stað,“ segir talskona Stígamóta. Þá hafi átak samtakanna gert fólki auðveldara að stíga fram. Meira »

Grunaður um brot gegn fimm ára stúlku

15.3. Hæstiréttur hefur vísað frá kæru karlmanns á úrskurði Héraðsdóms Reykjaness, þar sem fallist var á að lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu væri heimilt að rannsaka efnisinnihald farsíma hans. Lögregla telur rökstuddan grun vera um að hann hafi brotið gegn fimm ára stúlkubarni sambýliskonu sinnar. Meira »

Ákærður fyrir brot gegn stjúpdætrum

28.2. Karlmaður hefur verið ákærður fyrir ítrekuð kynferðisbrot gegn tveimur stjúpdætrum sínum þegar þær voru 15 ára. Í ákæru málsins segir að maðurinn hafi í að minnsta kosti fimm skipti áreitt aðra stúlkuna kynferðislega með því að káfa á maga, rassi og brjóstum hennar. Meira »

Grunaður um brot gegn þremur konum

17.2. Héraðsdómur Suðurlands hefur úrskurðað spænskan karlmann í gæsluvarðhald á grundvelli almannahagsmuna, til og með 17. mars. Maðurinn er grunaður um að hafa að morgni síðastliðins mánudags brotið kynferðislega gegn þremur konum á hóteli á Suðurlandi. Meira »

Rannsókninni miðar vel

15.2. Rannsókn lögreglunnar á Suðurlandi á meintu kynferðisbroti gegn tveimur konum sem átti sér stað á hóteli á Suðurlandi gengur vel. Maðurinn var handtekinn á hóteli á Selfossi milli klukkan 6 og 7 á mánudagsmorgun síðastliðinn, grunaður um að hafa brotið gegn konunum að sögn lögreglunnar. Meira »

Grunaður um brot gegn tveimur konum

14.2. Karlmaður var handtekinn á hóteli á Suðurlandi á sunnudagsmorgun, grunaður um að hafa brotið kynferðislega gegn tveimur konum. Héraðsdómur Suðurlands hefur úrskurðað manninn í gæsluvarðhald til föstudags, á grundvelli rannsóknarhagsmuna. Meira »

Þrjú ár fyrir að nauðga 16 ára stúlku

1.2. Dómarar við Héraðsdóm Reykjavíkur hafa dæmt ungan mann í þriggja ára fangelsi fyrir að hafa nauðgað stúlku sem var sextán ára gömul þegar brotið var framið gegn henni. Honum er jafnframt gert að greiða henni 900 þúsund krónur í skaðabætur og tæplega 2,4 milljónir króna í sakarkostnað. Meira »

Synjað um innlögn á geðdeild

6.1. Stúlkurnar tvær sem var nauðgað á hrottafenginn hátt af sama manninum í sumar hafa báðar glímt við skelfilegar afleiðingar ofbeldisins. Foreldrar nauðgarans reyndu að fá hann lagðan inn á geðdeild eftir fyrri árásina án árangurs. Meira »

Klárar dóm vegna meintrar nauðgunar

27.12. Karlmaður hefur verið dæmdur af Hæstarétti til að afplána eftirstöðvar refsingar sem hann hlaut árið 2012 og 2014. Ástæðan er sú að lögreglan rannsakar meinta naugðun sem maðurinn var kærður fyrir. Átti hann eftir 630 daga fangelsisrefsingu af 5 ára dómi. Maðurinn er talinn hafa nauðgað konu og svipt hana frelsi sínu á heimili hans 10. desember. Meira »

2% orðið fyrir kynferðisbroti

16.12. Einn af hverjum þremur höfuðborgarbúum varð fyrir afbroti á síðasta ári. Hlutfallslega flestir urðu fyrir eignaskemmdum en um tvö prósent borgarbúa varð fyrir kynferðisbrotum og svipað hlutfall fyrir ofbeldisbrotum á árinu. Þá greindu tæplega fjögur prósent frá heimilisofbeldi. Meira »

Tveggja ára fangelsi fyrir kynferðisbrot

15.12. Hæstiréttur staðfesti í dag tveggja ára fangelsisdóm Héraðsdóms Reykjavíkur yfir karlmanni fyrir kynferðisbrot gegn konu sem kom til hans í nudd. Var maðurinn, Sverrir Hjaltason, sakfelldur meðal annars fyrir að hafa stungið fingri inn í leggöng konunnar á meðan á nuddinu stóð. Meira »

Þversögn í niðurstöðu héraðsdóms

8.12. Hæstiréttur hefur ómerkt dóm héraðsdóms sem í júní dæmdi karlmann í tveggja og hálfs árs fangelsi fyrir nauðgun, frelsissviptingu og meiri háttar líkamsárás gegn sambýliskonu sinni. Skal héraðsdómur taka málið til meðferðar og dómsálagningar að nýju. Hæstiréttur segir þversögn felast í niðurstöðu héraðsdóms og að niðurstaða kunni að vera röng. Meira »

Tvö og hálft ár fyrir nauðgun

25.11. Héraðsdómur Reykjavíkur hefur dæmt karlmann á fertugsaldri í fangelsi til tveggja og hálfs árs fyrir að nauðga sautján ára stúlku. Fram kemur í dómnum að maðurinn hótaði því að raka af henni hárið, veitti hún honum ekki munnmök inni á baðherbergi. Meira »

Meira en 150 á neyðarmóttöku í ár

23.11. Að meðaltali eru árlega skráð 125-135 mál á neyðarmóttöku þolenda kynferðisbrota á bráðadeild Landspítalans. Í ár eru málin orðin yfir 150. Meira »

Braut gegn eiginkonu eftir fæðingu

18.11. Karlmaður hefur verið dæmdur í sex ára fangelsi í Héraðsdómi Reykjavíkur vegna ítrekaðra nauðgana, líkamsárása, blygðunarsemisbrota og ærumeiðinga gagnvart fyrrverandi eiginkonu sinni og barnsmóður. Braut hann meðal annars gegn henni á sjúkrahúsi stuttu eftir barnsfæðingu. Meira »

Meintur nauðgari áfram í haldi

23.3. Hæstiréttur hefur staðfest úrskurð Héraðsdóms Suðurlands um að maður, sem grunaður er um að hafa nauðgað tveimur konum á hóteli á Selfossi, skuli sæta áframhaldandi gæsluvarðhaldi til 12. apríl. Meira »

„Veiðileyfi á máttvana konur“

7.3. Þúsundir kalla nú eftir því að kanadískur héraðsdómari verði sviptur embætti eftir að hann sýknaði leigubílstjóra af kynferðisofbeldi með þeim orðum að ölvaðir einstaklingar gætu augljóslega veitt samþykki. Meira »

Segir meinta nauðgun „misskilning“

22.2. Hæstiréttur staðfesti í dag fjögurra vikna gæsluvarðhald yfir spænskum karlmanni sem grunaður er um að hafa nauðgað tveimur konum og káfað á þeirri þriðju á hóteli á Suðurlandi um þarsíðustu helgi. Hann verður í haldi fram til 17. mars næstkomandi. Meira »

Fjögur ár fyrir gróf kynferðisbrot

15.2. Karlmaður sem ákærður hafði verið fyrir frels­is­svipt­ingu, lík­ams­árás, hót­an­ir, kyn­ferðis­brot og stór­felld­ar ærumeiðing­ar gegn sam­býl­is­konu sinni í febrúar á síðasta ári var í morgun dæmdur í fjögurra ára fangelsi í Héraðsdómi Reykjavíkur. Meira »

11 kynferðisbrot tilkynnt

15.2. Ellefu kynferðisbrot voru tilkynnt til lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu í janúar. Það eru færri brot en tilkynnt voru til lögreglu í desember, en þá voru þau 18 talsins. Meira »

8 ára dómur fyrir tilraun til manndráps

2.2. Karlmaður var á þriðjudaginn dæmdur í átta ára fangelsi í Héraðsdómi Reykjaness fyrir tilraun til manndráps, nauðgun, frelsissviptingu og sérstaklega hættulega líkamsárás gegn fyrrverandi sambýliskonu sinni. Þetta staðfestir Kolbrún Benediktsdóttir, varahéraðssaksóknari hjá héraðssaksóknara. Meira »

Rannsókn málsins á lokametrunum

31.1. Kynferðisbrotadeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu hyggst halda áfram rannsókn á máli manns sem grunaður er um að hafa beitt konu grófu kynferðisofbeldi og svipt hana enn fremur frelsi sínu í desember í ljósi alvarleika þess. Meira »

Dæmdur fyrir 2 nauðganir

6.1. 18 ára piltur hlaut fimm og hálfs árs dóm fyrir að nauðga tveimur 15 ára stúlkum. Foreldrar piltsins fóru með hann á geðdeild eftir fyrri nauðgunina. Hann var ekki lagður inn og nauðgaði aftur sex dögum síðar. Ekki var farið fram á gæsluvarðhald heldur. Meira »

Dæmdur fyrir kynferðisbrot í sundi

19.12. Karlmaður var í dag dæmdur í tveggja mánaða fangelsi og til að greiða eina milljón í miskabætur fyrir kynferðisbrot og brot gegn barnaverndarlögum með því að hafa í desember fyrir tveimur árum í heitum potti í Laugardalslaug brotið gegn blygðunarsemi tveggja stráka sem voru 17 ára með því að viðhafa við þá kynferðislegt tal. Meira »

Þyngdu dóm vegna brota gegn 15 ára

15.12. Hæstiréttur hefur þyngt dóm yfir manni sem fundinn var sekur um að hafa látist vera 17 ára drengur, viðhaft kynferðislegt tal við 15 ára pilt og fengið hann til að senda sér mynd af kynfærum sínum. Þá var hann dæmdur fyrir tilraun til nauðgunar, með því að reyna að þvinga piltinn til kynmaka við sig með því að hóta að dreifa samskiptum þeirra. Meira »

Hælisleitandi ákærður fyrir nauðgun

12.12. Hæstiréttur hefur staðfest úrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur, um að erlendur karlmaður skuli sæta farbanni vegna gruns um kynferðisbrot. Maðurinn, sem er hælisleitandi og dvelur á vegum Barnaverndarnefndar Reykjavíkur, hefur verið ákærður af héraðssaksóknara fyrir nauðgun. Meira »

Þrír grunaðir um nauðgun

8.12. Þrír karlmenn voru á þriðjudagskvöld úrskurðaðir í vikulangt gæsluvarðhald í Héraðsdómi Reykjavíkur vegna gruns um að þeir hafi svipt konu frelsi og nauðgað henni. Meira »

2 ár fyrir að nauðga 17 ára stúlku

24.11. Karlmaður á þrítugsaldri hefur verið sakfelldur fyrir að nauðga sautján ára stúlku, sem ekki gat spornað við verknaðinum vegna ölvunar og svefndrunga. Staðfestir Hæstiréttur dóm Héraðsdóms Reykjaness, þar sem maðurinn hafði verið dæmdur í fangelsi til tveggja ára. Meira »

Sækja síður sálfræðiþjónustu en aðrir

19.11. Sálfræðiþjónusta neyðarmóttöku vegna kynferðisofbeldis er ekki eins vel nýtt og æskilegt væri. Tæplega 70% þeirra sem leita til neyðarmóttökunnar segjast vilja nýta sér sálfræðiþjónustuna sem er í boði en einungis einn þriðji af þeim raunverulega nýtir sér hana. Þrátt fyrir það er þetta ívið betri nýting hér á landi en hjá öðrum þjóðum. Meira »

Búist við kærum „í fleirtölu“

18.11. Ekki hefur verið óskað gæsluvarðhalds yfir manninum sem handtekinn var í gær, grunaður um að áreita ung­ar stúlk­ur og birta mynd­ir af þeim á net­inu. Í svari lögreglunnar á Suðurnesjum við fyrirspurn mbl.is segir að handtakan hafi ekki átt sér langan aðdraganda. Þá sé málið til rannsóknar. Meira »