Löggæslan fái 400 milljónir

Mikið hefur verið ritað og rætt að undanförnu um stöðu …
Mikið hefur verið ritað og rætt að undanförnu um stöðu lögreglunnar í landinu. mbl.is/Eggert

Vigdís Hauksdóttir, formaður fjárlaganefndar Alþingis, segir að stjórnvöld hyggist verja 400 milljónum aukalega til að efla almenna löggæslu í landinu. 

Þetta kemur fram í færslu á Facebook-síðu Vigdísar, en hún er svohljóðandi:

„Við framsóknarmenn höfum alltaf staðið með lögreglunni í landinu sem einni af grunnstoðum samfélagsis - því er það mikið gleðiefni að nýjar 400 milljónir fari í eflingu almennrar löggæslu í landinu fyrir 2. umræðu fjárlaga fyrir 2016.“

Mikið hefur verið ritað og rætt um stöðu lögreglunnar í landinu. Ríkislögreglustjóri hefur bent á að lögreglan hafi bæði verið undirmönnum og fjársvelt.

Vigdís Hauksdóttir, formaður fjárlaganefndar Alþingis.
Vigdís Hauksdóttir, formaður fjárlaganefndar Alþingis. mbl.is/RAX
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert