Æðiskast vegna reglna um tölvunotkun

Foreldri hafði samband við lögregluna á höfuðborgarsvæðinu á ellefta tímanum í gærkvöldi og óskaði eftir aðstoð vegna stálpaðs barns í æðiskasti.

 Lögregla fór á staðinn og ræddi við heimilisfólk. Kallað var eftir fulltrúa frá barnavernd til að taka við málinu. Barnið hafði misst stjórn á skapinu vegna reglna sem það var ósátt við, þar með talið takmörkun á veru þess í tölvum heimilisins.

Um hálf átta í gærkvöldi var lögregla kölluð að heimili vegna líkamsárásar sem íbúi varð fyrir. Íbúinn sagðist hafa orðið fyrir árás annars íbúa á heimilinu en báðir leigja á sama stað. Áverkar hans voru ekki alvarlegir, að sögn lögreglu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert