Mjög hefur dregið úr peningafölsunum

Mjög hefur dregið úr fölsun peningaseðla á Íslandi.
Mjög hefur dregið úr fölsun peningaseðla á Íslandi. mbl.is/Golli

Mjög hefur dregið úr því að fólk reyni að koma fölsuðum peningaseðlum í umferð, að sögn Hafliða Þórðarsonar, aðstoðaryfirlögregluþjóns hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu.

Engu að síður var reynt að greiða fyrir vöru í fyrradag með fölsuðum fimm þúsund króna peningaseðli.

Hafliði segir að algengast sé að reynt sé að koma fölsuðum fimm þúsund króna seðlum í umferð. „Þetta er hverfandi vandamál. Segja má að helst hafi borið á þessu fyrst eftir að betri prentarar og skannar komu fram en þetta er afar lítið nú orðið,“ segir Hafliði í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert