Hálka víða

Sigurður Bogi Sævarsson

Það er hálka á Hellisheiði en vegir eru þó mikið til auðir um sunnanvert landið. Hálkublettir eru á fáeinum vegum á Vesturlandi, einkum fjallvegunum, samkvæmt upplýsingum frá Vegagerðinni.

Það er hálka og hálkublettir á köflum á Vestfjörðum, raunar snjóþekja á Steingrímsfjarðarheiði og Þröskuldum. Hrafnseyrarheiði er ófær. Vegir eru víða auðir á Norðurlandi en þó er hálka m.a. á Öxnadalsheiði og Víkurskarði.

Það er hvassviðri og hálka á Mývatns- og Möðrudalsöræfum en á Austurlandi er víða nokkur hálka, sérstaklega á fjallvegum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert