Höfuðborgin tekin að skarta hvítu

mbl.is/Styrmir Kári

Talsverð snjókoma er nú í höfuðborginni en samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofu Íslands mun halda áfram að snjóa í kvöld og fram á morgun. Þeir vegfarendur sem enn aka um á sumardekkjum gætu því lent í vandræðum á ferð sinni um götur borgarinnar.

„Það mun ganga á með nokkuð þykkum éljum fram á morgun. Þetta mun að líkindum ekki bráðna á næstunni því samhliða er kólnandi veður,“ segir Haraldur Eiríksson, veðurfræðingur hjá Veðurstofu Íslands, í samtali við mbl.is en spáð er köldu yfir helgina.

„Það verður í raun kuldakast um helgina með alvöru vetrarveðri á landinu,“ segir Haraldur, en vert er að benda vegfarendum sérstaklega á að víða má nú finna talsverða hálku á höfuðborgarsvæðinu.

Með fréttinni má sjá myndir sem ljósmyndarar Morgunblaðsins og mbl.is tóku á ferðum sínum um borgina er snjóa tók.

Nánar má fylgjast með veðri á veðurvef mbl.is

mbl.is/Styrmir Kári
mbl.is/Styrmir Kári
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert