Samningur við Fjölmennt framlengdur

Eygló Harðardóttir hefur framlengt samninginn við Fjölmennt.
Eygló Harðardóttir hefur framlengt samninginn við Fjölmennt. Mbl.is/Styrmir Kári

Eygló Harðardóttir, félags- og húsnæðismálaráðherra, hefur framlengt samning við Fjölmennt um störf sendiherra samnings Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks. Þriggja milljóna króna framlag til verkefnisins mun gera sendiherrunum kleift að starfa til loka næsta árs.

Þetta kemur fram á vefsíðu Velferðarráðuneytisins.

Fimm ár eru liðin síðan Ísland skrifaði undir samning Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks. Markmiðið með honum var að leggja áherslu á mikilvægi grundvallarmannréttinda í lífi fatlaðra. Til að þeir gætu tileinkað sér innihald samningsins var stofnað til Sendiherraverkefnisins vorið 2011.

Að því er kemur fram í tilkynningu ráðuneytisins eru sendiherrarnir sjö manna hópur fólks með þroskahömlum sem hefur fengið fræðslu og aðstoð til að tileinka sér ákvæði samningsins. Hópurinn hefur haldið kynningarfundi víða um landið á vernduðum vinnustöðum, í framhaldsskólum, mannréttindaráði Reykjavíkur og víðar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka