Sakfelldur fyrir kannabisræktun

AFP

Karlmaður á þrítugsaldri var í morgun dæmdur í átta mánaða fangelsi, þarf af sex mánuði skilorðsbundna, í Héraðsdómi Austurlands. Maðurinn var dæmdur fyrir vörslu fíkniefna og ræktun kannabisplantna í iðnaðarhúsi á Eskifirði. Þá byggir dómurinn einnig á sakarferli mannsins en með brotinu rauf hann skilorð vegna fyrra brots.

Lögreglan á Eskifirði stöðvaði kannabisræktunina 19. maí og lagði hald á 17 kannabisplöntur og tæki til ræktunar. Maðurinn var ekki á staðnum þegar húsleitin var framkvæmd. Maðurinn viðurkenndi fyrir lögreglu að hann ætti plönturnar.

Fréttir mbl.is:

Kannabisræktun stöðvuð á Eskifirði

Viðurkennir að eiga kannabisplöntur

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert