Feðgar selja íbúðahótel í miðborginni

Húsið vinstra megin á myndinni mun víkja fyrir viðbyggingu með …
Húsið vinstra megin á myndinni mun víkja fyrir viðbyggingu með 22 hótelíbúðum. mbl.is/Golli

Feðgarnir Aðalsteinn Gíslason og Stefán Aðalsteinsson hafa selt rekstur Welcome Apartments til félags í eigu fasteignaþróunarfélagsins Mannverks. Kaupverðið er trúnaðarmál.

Welcome Apartments leigði út 25 hótelíbúðir þegar reksturinn var seldur í byrjun nóvember. Íbúðirnar eru allar í húsum á horni Lindargötu og Vatnsstígs.

Þeir feðgar hófu reksturinn snemma árs 2010. Síðan hefur mikið vatn runnið til sjávar og hótelgeirinn breyst mikið. Í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag segir Aðalsteinn hvatann að stofnun fyrirtækisins hafa verið þann að skapa þeim feðgum atvinnutækifæri.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert