Hömlur án hliðstæðu hér á landi

Álverið í Straumsvík.
Álverið í Straumsvík. mbl.is/Ómar Óskarsson

Kjaradeila starfsmanna álvers Rio Tinto í Straumsvík snýst um þá staðreynd að ISAL situr ekki við sama borð og önnur fyrirtæki hvað varðar möguleika á útivistun verkefna. Hömlurnar á fyrirtækið eiga sér enga hliðstæðu á Íslandi og það er skýr krafa að þær verði rýmkaðar eins og farið hefur verið fram á.

Þetta kemur fram í yfirlýsingu Rannveigar Ristar, forstjóra Rio Tinto Alcan á Íslandi. Um er að ræða viðbrögð við ákvörðun samninganefndar starfsmanna að aflýsa boðuðu verkfalli.

Yfirlýsingin í heild:

Það er ánægjulegt að ekki hafi þurft að byrja að slökkva á kerum álversins í Straumsvík í dag eins og stefndi í vegna yfirvofandi verkfalls sem nú hefur verið aflýst.

Það verður áfram verkefni okkar að fá niðurstöðu í kjaraviðræðurnar, sem er löngu orðið tímabært.

Fulltrúar viðsemjenda okkar hafa ítrekað sagt að deilan strandi ekki á ágreiningi um launakjör.

Deilan snýst um þá staðreynd að ISAL situr ekki við sama borð og önnur fyrirtæki hvað varðar möguleika á útvistun verkefna. Hömlurnar á fyrirtækið hvað þetta varðar eiga sér enga hliðstæðu á Íslandi og það er skýr krafa að þær verði rýmkaðar eins og við höfum farið fram á. Það felur ekki í sér neinar heimildir eða svigrúm sem önnur fyrirtæki hafa ekki almennt á Íslandi.

Rannveig Rist, forstjóri

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert