Reykjavíkurmyndin sem heillaði netheima

Vetrarmynd af miðborginni í ljósaskiptunum tekin með flygildi.
Vetrarmynd af miðborginni í ljósaskiptunum tekin með flygildi. Ljósmynd/Óli Haukur Mýrdal

Falleg ljósmynd af vetrarríki í Reykjavíkurborg hefur farið eins og eldur í sinu um samfélagsmiðla en það var ljósmyndarinn Óli Haukur Mýrdal sem tók hana. 

Hann tók myndasyrpu af miðbæ Reykjavíkur miðvikudaginn 2. des í ljósaskiptunum og notaði flygildi við myndatökuna. 

„Mig hefur alltaf langað til að taka flotta vetrarmynd af miðbænum og lengi dreymt um þetta sjónarhorn," útskýrir Óli Haukur.  „Til að þetta gæti orðið að veruleika þurftu aðstæður að vera réttar sem þær voru loksins í gær.  Mikill snjór, gott veður, jólaljós og að sjálfsögðu fljúgandi myndavél, eitthvað sem manni hefði ekki dreymt um fyrir nokkrum árum.  Tæknin í dag leyfir okkur að fanga augnablik sem þessi."

Til að ná þessu sjónarhorni notaði Óli Haukur flygildi sem virkar þannig að það tengist 9-17 gervitunglum til að staðsetja sig á nákvæman punkt þar sem flygildið heldur bæði hæð og stefnu. „Myndavélin er svo föst við 3 gíró stabliseraða mótora sem eru á stöðugri hreyfingu til að halda myndavélinni 100%  kyrri. Búnaðurinn er þróaður af DJI og  heitir Inspire 1 Pro með 16 megapixla Myndavél sem tekur RAW ljósmyndir." Hann segir möguleikana óteljandi með slíkri tækni. „Flygildi hafa nýst afar vel, bæði við hjálpar og leitarstörf og kvikmyndaiðnaðurinn nýtur einnig góðs af þeim, sem og hægt er að búa til þrívíddarlíkön af byggingum og svo mætti lengi telja.“

Heimasíðu Óla Hauks Mýrdal má finna hér á www.ozzo.is

Instagram: www.instagram.com/ozzophotography

Ljósmynd/ Óli Haukur Mýrdal
Séð yfir skautasvellið á Ingólfstorgi
Séð yfir skautasvellið á Ingólfstorgi Ljósmynd/Óli Haukur Mýrdal
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert