Sjónarhóll, Brynjar og Snædís verðlaunuð

Verðlaunahafar og aðstandendur ásamt forseta Íslands.
Verðlaunahafar og aðstandendur ásamt forseta Íslands.

Brynjar Karl Birgisson, Sjónarhóll og  Snædís Rán Hjartardóttir hlutu í dag Hvatningarverðlaun Öryrkjabandalags Íslands í ár. Þetta er í níunda sinn sem verðlaunin eru afhent.

Brynjar hlaut verðlaun í flokki einstaklinga fyrir fyrir Lego-verkefnið „Titanic“ og söguna „Minn einhverfi stórhugur“.

Sjónarhóll hlaut verðlaun í flokki fyrirtækja/stofnana fyrir ráðgjöf og dyggan stuðning við réttindabaráttu foreldra barna með sérþarfir.

Snædís Rán hlaut verðlaun í flokki umfjöllunar/kynningar fyrir baráttu sína við stjórnvöld vegna synjunar á túlkaþjónustu.

Verndari verðlaunanna er Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands.

Hönnuður verðlauna er Þórunn Árnadóttir vöruhönnuður.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert