Útflutningsbann í myndinni

Í kerskála álversins í Straumsvík.
Í kerskála álversins í Straumsvík. mbl.is/Golli

Mikil óvissa er um framhald sáttatilrauna í kjaradeilunni í álverinu í Straumsvík, sem er í fastari hnút en nokkru sinni fyrr.

Næsta skref er að funda með starfsmönnum um framhaldið í dag eða á morgun, að sögn Kolbeins Gunnarssonar, formanns verkalýðsfélagsins Hlífar.

Verkfallinu var aflýst í fyrrakvöld og því er ekki hægt að boða til annars verkfalls nema að hefja á ný ferli atkvæðagreiðslu meðal starfsmanna, að því er fram kemur í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag. „En það er hægt að grípa til annarra úrræða en allsherjarverkfalls. Það mætti til dæmis horfa á yfirvinnubann og á útflutningsbann en það verður að taka inn í framtíðarmúsíkina hver niðurstaðan verður.“

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert