Snjóskóflur að verða uppseldar í borginni

Eva Dís og Díana Dís höfðu í nógu að snúast …
Eva Dís og Díana Dís höfðu í nógu að snúast við að moka snjó af og frá bíl þegar ljósmyndari gekk fram á þær við Rauðarárstíg í gær. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Snjódýpt í Reykjavík mældist í fyrradag 42 sentimetrar og er útlit fyrir frekari snjókomu næstu daga. Hafa vegna þessa margir viljað festa kaup á snjóskóflu en gripið í tómt þegar út í búð var komið.

Eru snjóskóflur nú uppseldar á flestum stöðum í höfuðborginni, að því er fram kemur í Morgunblaðinu í dag.

„Það er greinilega mikill snjór um allt land því á þeim 45 árum sem ég hef unnið hjá þessu fyrirtæki hafa aldrei áður verið önnur eins læti í sölu,“ segir Ólafur R. Jónsson, hjá heildverslun K. Þorsteinssonar & Co., sem meðal annars flytur inn skóflur til landsins. Þegar Morgunblaðið náði af honum tali var Ólafur önnum kafinn við að leggja inn pöntun á fleiri skóflum frá Noregi, enda lagerinn tómur, og ættu þær að berast hingað til lands fyrir jól.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka