Friðarsúlan fer í sitt árlega frí

Friðarsúlan í Viðey.
Friðarsúlan í Viðey. mbl.is/Styrmir Kári

Friðarsúlan í Viðey var tendruð í síðasta sinn í dag í bili en í dag er dánardagur breska tónlistarmannsins Johns Lennon. Friðarsúlan hefur undanfarin ár lýst árlega frá 9. október, fæðingardegi Lennons, til 8. desember.

„Hugmyndin að Friðarsúlunni (Imagine Peace Tower) vaknaði hjá Yoko Ono fyrir meira en fjörutíu árum. Þegar hún kynntist John Lennon stakk hann upp á því að hún setti verkið upp í garðinum hjá sér. Verkið varð svo að veruleika í Viðey árið 2007 og er tileinkað minningu John Lennon og þeim friðarboðskap sem þau tvö unnu svo ötullega við að breiða út. Friðarsúlan tekur á sig form óskabrunns og eru grafin á hana orðin „hugsa sér frið“ á 24 tungumálum en enska heitið er vísun í lagið „Imagine“ eftir John Lennon,“ segir í fréttatilkynningu frá Höfuðborgarstofu.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert