Staðfesti gæsluvarðhald vegna ráns

mbl.is/Brynjar Gauti

Hæstiréttur staðfesti í dag úrskurð Héraðsdóms Reykjaness að karlmaður, sem handtekinn var vegna ráns í skartgripaversluninni Gullsmiðjunni í Hafnarfirði, skuli sæta gæsluvarðhaldi til 1. janúar á næsta ári. Verjandi málsins hafði kært úrskurðinn til Hæstaréttar.

Tveir grímuklæddir menn ógnuðu starfsmanni verslunarinnar með bareflum og hnífum og höfðu síðan á brott með sér töluverð verðmæti. Þar af stóran hluta af skartgripum sem ætlaðir voru í sölu fyrir jólin. Maðurinn ógnaði starfsmanninum með skammbyssu, sem síðar reyndist vera gasbyssa, og skaut ennfremur að lögreglunni á flóttanum.

„Með tilliti til almannahagsmuna er á það fallist að brot kærða sé þess eðlis að nauðsynlegt sé að tryggja að kærði gangi ekki laus á meðan að mál hans er til meðferðar fyrir dómi. Er skilyrðum fyrir áframhaldandi gæsluvarðhaldi kærða því fullnægt og verður krafa lögreglustjórans tekin til greina svo sem í úrskurðarorði greinir en ekki þykir ástæða til að marka gæsluvarðhaldinu skemmri tíma en krafist er,“ sagði meðal annars í úrskurði héraðsdóms.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert