Vill endurskoða fóstureyðingalöggjöf

Kristján Þór Júlíusson, heilbrigðisráðherra.
Kristján Þór Júlíusson, heilbrigðisráðherra. mbl.is/Ómar

Kristján Þór Júlíusson, heilbrigðisráðherra, vill endurskoða löggjöf um fóstureyðingar frá árinu 1975.

Kvenréttindafélag Íslands hefur fagnað þessari ákvörðun ráðherra og segir í yfirlýsingu réttinn til að taka ákvarðanir um eigin líkama og eigið líf vera hornstein samfélags þar sem jafnrétti ríkir.

„Fóstureyðingar á Íslandi eru ekki frjálsar heldur þurfa konur sem vilja fara í fóstureyðingu að ganga í gegnum umsóknarferli þar sem tveir utanaðkomandi aðilar leggja mat á hvort þær megi það eður ei. Konum er því ekki treyst til að taka ákvarðanir um eigin líkama og líf,“ segir í yfirlýsingu félagsins.

Þá segir í yfirlýsingunni að ný rannsókn á reynslu kvenna sem hafa farið í fóstureyðingu á Íslandi og álit reyndra heilbrigðisstarfsmanna sýni að núgildandi löggjöf um fóstureyðingar er niðurlægjandi fyrir konur og ekki í takt við nútímasamfélag.

„Kvenréttindafélag Íslands skorar á heilbrigðisráðherra að flýta endurskoðun laganna eins og auðið er til að viðurkenna megi sem fyrst kynfrelsi kvenna.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert