Sofa of lítið og verða feitir

Hrafnhild Eir R. Hermóðsdóttir
Hrafnhild Eir R. Hermóðsdóttir mbl.is/Golli

97% íslenskra ungmenna fá ekki nægan svefn á virkum dögum og þriðjungur þeirra sefur í sex klukkustundir eða minna á virkum dögum.

Drengir sem fá of lítinn svefn eru líklegri til að verða feitari en jafnaldrar þeirra sem sofa lengur.

Þetta er meðal þess sem kemur fram í rannsókn Hrafnhild Eirar R. Hermóðsdóttur, sem nýlega lauk meistaraprófi í íþrótta- og heilsufræðum við Háskóla Íslands.

Rannsóknin leiddi m.a. í ljós að sjö klukkustundir voru algengasti svefntími unglinganna á virkum dögum og algengasti svefntíminn um helgar var níu tímar. Þetta átti við um bæði kynin. 33% stráka og 32% stelpna sváfu sex tíma eða minna á virkum dögum og af öllum þátttakendum upplifðu 54% að þau fengju ekki nægan svefn. „Auðvitað er persónubundið hversu langan svefn fólk þarf, en ég er ekki viss um að ungmenni geri sér almennt grein fyrir því hvað það skiptir miklu máli að sofa vel,“ segir Hrafnhild.

Hrafnhild segir að huga mætti að meiri fræðslu um mikilvægi svefns. „Það hefur verið lögð mikil áhersla á hreyfingu og mataræði, en minni áhersla á svefninn. Við eigum það til að vanmeta gildi svefns og fórna honum fyrir aðrar daglegar athafnir og það getur komið niður á heilsu og líðan.“

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert