RÚV í gíslingu stjórnmálanna

Eva María Jónsdóttir.
Eva María Jónsdóttir. Golli / Kjartan Þorbjörnsson

Eva María Jónsdóttir, sem lengi vann við dagskrárgerð í sjónvarpi, segir Ríkisútvarpið hæglega geta orðið farsælasta framleiðslu- og útflutningsfyrirtæki landsins. Vandinn sé hins vegar sá að stofnunin sé ævinlega í gíslingu stjórnmálanna, þar sem of mikil orka fari í að deila um fjármögnun og fyrirkomulag í stað þess að búa til gott sjónvarp fyrir fleiri.

„Stjórnmálamenn virðast á köflum hræddir um að RÚV verði einhver lúxusríkisspeni, sem framleiði þjóðkunna einstaklinga sem gætu orðið fyrirferðarmiklir. Fyrir vikið þurfa húsbændur á RÚV alltaf að hugsa til styttri tíma og verjast ásókn í stað þess að vinna eftir metnaðarfullri framtíðarsýn. Þeirri nálgun verður að breyta. Hugsum stærra! RÚV hefur alla burði til að framleiða gott sjónvarpsefni, ekki bara fyrir þrjú hundruð þúsund hræður hér heima, heldur líka fyrir Evrópu- og jafnvel alheimsmarkað.“

Nánar er rætt við Evu Maríu í Sunnudagsblaði Morgunblaðsins en hún tekur um áramótin við starfi vef og kynningarstjóra Árnastofnunar. Í samtalinu ræðir hún meðal annars um móðurlega umhyggju sína fyrir Gretti Ásmundarsyni. 

Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert