Óskaði eftir lægra framlagi

VIRK Starfsendurhæfingarsjóður hafði nýverið frumkvæði að því við fjármálaráðherra og félags- og húsnæðismálaráðherra að gjöld sem atvinnulífið greiðir í sjóðinn verði lækkuð tímabundið árin 2016 og 2017 auk þess að áætlað framlag ríkisins til VIRK árið 2016 verði lægra en fyrirhugað var.

Þetta segir í frétt á vef VIRK þar sem ástæðan er m.a. sögð sú að fyrirséð er að fjölgun einstaklinga í þjónustu VIRK verði mun minni á næsta ári en áætlað var vegna þess að upptaka starfsgetumats í stað örorkumats frestast.

„Stjórn VIRK tekur það sérstaklega fram að hér sé um tímabundna lækkun að ræða sem mikilvægt sé að endurskoða við upptöku starfsgetumats í stað örorkumats. Sú kerfisbreyting mun kalla á mikla aukningu í þjónustu hjá VIRK með tilheyrandi útgjaldaaukningu og því sé engan vegin tímabært að taka ákvörðun um hvert framlag atvinnulífs, lífeyrissjóða og ríkis þarf að vera til VIRK til framtíðar.“

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert