Fundu á annað hundrað kannabisplöntur

Kannabisplöntur. Mynd úr safni.
Kannabisplöntur. Mynd úr safni. Kristinn Ingvarsson

Lögreglan á Suðurnesjum stöðvaði umfangsmikla kannabisræktun í umdæminu í lok síðustu viku. Um var að ræða á annað hundrað plöntur sem ræktaðar voru í fjórum herbergjum íbúðarhúsnæðis.Tryggilega hafði verið gengið frá öllum samskeytum þannig að lítil sem engin kannabislykt fannst utan herbergjanna fjögurra þar sem ræktunin fór fram. Íbúi í húsnæðinu játaði aðild sína að málinu, sem telst upplýst, samkvæmt upplýsingum lögreglunnar á Suðurnesjum.

Mikið magn af búnaði var haldlagt, auk plantnanna. Fenginn var gámur á staðinn til að flytja tæki og tól til förgunar.    

Lögreglan minnir á fíkniefnasímann 800-5005800-5005.  Í hann má hringja  til að koma á framfæri upplýsingum um fíkniefnamál. Fíkniefnasíminn er samvinnuverkefni lögreglu og tollyfirvalda og er liður í baráttunni við fíkniefnavandann.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka