Spá nú meiri spennu á fasteignamarkaði

Hlutfall nýrra íbúða af seldum íbúðum á höfuðborgarsvæðinu er aðeins …
Hlutfall nýrra íbúða af seldum íbúðum á höfuðborgarsvæðinu er aðeins um 6% á síðustu fjórum mánuðum. Árin 2006 og 2007 var hlutfallið 20%-30%. mbl.is/Baldur

Vegna lítillar fjárfestingar í íbúðum er útlit fyrir meiri spennu á fasteignamarkaðnum en spáð var.

Þetta er mat Ara Skúlasonar, sérfræðings hjá hagfræðideild Landsbankans, sem bendir á að fjárfestingin í nýjum íbúðum á höfuðborgarsvæðinu sé að dragast saman milli ára. Það sé þvert á fyrri spár um að fjárfestingin færi að aukast vegna aukinnar eftirspurnar.

Ari segir verðmun á fjölbýli og sérbýli á höfuðborgarsvæðinu að minnka mikið. Vegna lítils framboðs á íbúðum muni margir leita í smærra sérbýli. Fyrir vikið muni skorturinn þrýsta upp verði á sérbýli.

Hlutfall nýrra íbúða aðeins 6%

Ari bendir á að hlutfall nýrra íbúða af seldum íbúðum á höfuðborgarsvæðinu sé aðeins um 6% á síðustu fjórum mánuðum. Árin 2006 og 2007 hafi hlutfallið verið 20%-30%.

„Þetta er enn ein staðfestingin á því að það er alltof lítið af nýjum íbúðum að koma á markaðinn. Þegar framboðið er lítið hefur það áhrif á verðið,“ segir Ari sem telur áherslu á að þétta byggð eiga þátt í að verð á höfuðborgarsvæðinu sé að hækka.

Ásgeir Jónsson, dósent í hagfræði við Háskóla Íslands, segir töf hafa orðið á því að ráðgerð þétting byggðar skili nýju framboði. „Skipulagsferlið í grónum hverfum er einfaldlega lengra en þegar nýtt land er brotið undir byggð. Þannig fer nýtt aðalskipulag Reykjavíkur ekki að skila nýjum íbúðum fyrr en eftir nokkur ár,“ segir Ásgeir.

Konráð S. Guðjónsson, sérfræðingur hjá Arion banka, segir fasteignamarkaðinn jafnan lengi að taka við sér eftir efnahagssveiflur. Framboð nýrra íbúða á höfuðborgarsvæðinu á næsta ári verði mögulega minna en spáð var.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert