Japani lést í slysinu

mbl.is

Ökumaðurinn sem lést í umferðarslysinu í Öræfum á annan dag jóla var frá Japan. Hann var 46 ára gamall og lætur eftir sig eiginkonu og tvö ung börn. Þetta kemur fram á Facebooksíðu lögreglunnar á Suðurlandi. 

Slysið varð á ein­breiðri brú yfir Hólá, aust­an við Hnappa­velli í Öræf­um. Sam­kvæmt upp­lýs­ing­um frá lög­regl­unni á Höfn í Hornafirði skullu tvær bif­reiðar sam­an á brúnni. 

Maðurinn sem lést var ásamt fjölskyldu sinni í bifreiðinni. Í hinni bifreiðinni voru karl og kona bæði frá Kína. Aðdragandi slyssins er til rannsóknar hjá lögreglunni á Suðurlandi. 

Allt fólkið var flutt með þyrlum Landhelgisgæslunnar á Landspítalann en ekkert þeirra reyndist alvarlega slasað og hafa þau öll verið útskrifuð af sjúkrahúsi.

Þrír undir eftirliti á Landspítalanum

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert