Margir eiga ekkert annað en skuldir

Þeir sem eiga fasteignir, fólk í eldri hópunum, hagnast á …
Þeir sem eiga fasteignir, fólk í eldri hópunum, hagnast á því að selja eignir sínar til unga fóksins sem þarf eða vill kaupa sér íbúðarhúsnæði. mbl.is/Sigurður Bogi Sævarsson

Hrunið kom sérstaklega illa við ungt fólk. Þrátt fyrir að ungt fólk afli nú almennt hærri tekna en jafnaldrar þess gerðu fyrir 20 árum skuldar það meira og á minna í eignum sínum.

Umtalsverður hluti ungs fólks og fólks sem er að nálgast miðjan aldur á ekki neitt, samkvæmt skattskýrslu. Þá hefur munur á eignastöðu þeirra ríkustu og fátækustu aukist á síðustu tveimur áratugum, að því er fram kemur í fréttaskýringu um þetta mál í Morgunblaðinu í dag.

Eignir og skuldir einstaklinga hafa vaxið mikið á tveimur áratugum. Páll Kolbeins, rekstrarhagfræðingur hjá Ríkisskattstjóra, greinir þróunina ítarlega í grein í fréttablaði embættisins, Tíund. Landsmenn töldu fram á skattframtölum 4.213 milljarða króna eignir í lok árs 2014. Á móti eignum stóðu skuldir upp á tæplega 1.768 milljarða. Skuldlausar eignir voru því 2.445 milljarðar króna.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert