Amman tók á móti fyrsta barni ársins

AFP

Fyrsta barn ársins á Heilbrigðisstofnun Vesturlands fæddist á nýársdag klukkan 17:45. Amma barnsins, Ásthildur Gestsdóttir ljósmóðir, tók á móti drengnum.

Þetta kemur fram í frétt á vef Heilbrigðisstofnunarinnar.

Á Akranesi fæddust 259 börn árið 2015, 127 drengir og 132 stúlkur en það er 10 börnum færra en árið 2014. Mikið var að gera yfir hátíðarnar og fæddust níu börn frá 25. desember til 30. desember og þar af voru fjögur börn sem fæddust á jóladag. Fyrsta barnið þann dag fæddist klukkan 8:24.

Fyrsta barn ársins á sjúkrahúsinu fæddist svo á nýársdag klukkan 17:45. Það var drengur sem var 3325 gr og 51 cm og fyrsta barn þeirra Arnars Þórs Haraldssonar og Önnu Carolínu Wagner.  Amma barnsins, Ásthildur Gestsdóttir ljósmóðir, tók á móti drengnum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert