Þörf fyrir ný göng innan fimm ára

Gert er ráð fyrir því að gjaldtöku ljúki í göngunum …
Gert er ráð fyrir því að gjaldtöku ljúki í göngunum 2018. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Þörf gæti orðið fyrir ný Hvalfjarðargöng innan fimm ára. Tvær milljónir og rúm 48 þúsund ökutækja fóru um göngin á nýliðnu ári og hafa aldrei verið fleiri frá því að þau voru opnuð umferð sumarið 1998.

Spölur hefur látið frumhanna ný göng sem myndu liggja austan og sunnan við núverandi göng. Þar er gert ráð fyrir tengingu ganganna með um 250 metra millibili og gæti sú framkvæmd ein og sér tekið um 4-6 mánuði, að sögn Gylfa Þórðarsonar, framkvæmdastjóra.

Uppgreiðslu lána Spalar vegna núverandi ganga lýkur haustið 2018. Gert er ráð fyrir því að þá ljúki gjaldtöku í göngunum, að því er fram kemur í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert