Kóngurinn á hálfum hraða

Kátt er í Bláfjöllum.
Kátt er í Bláfjöllum. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Stólalyftan Kóngurinn á skíðasvæði Reykvíkinga í Bláfjöllum hefur gengið á hálfum hraða frá því að svæðið var opnað en lyftan skemmdist þegar mikið eldingaveður gekk yfir svæðið um miðjan október.

Varahlutir bárust til landsins í gær og er búist við að Kóngurinn gangi á fullum afköstum um helgina. Lyftan var ekki það eina sem fór illa í veðrinu því allar símalínur skemmdust, tölvubúnaður í aðgangshliðum og tölvuheili við Töfrateppið, svo fátt eitt sé nefnt.

Í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag segir Magnús Árnason, framkvæmdastjóri skíðasvæðanna, að ferlið hafi verið langt og strangt að komast að því hvað olli biluninni.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert