Mega fylgjast með starfsmönnum

Fyrirtæki mega fylgjast með einkaskilaboðum starfsfólks séu þau skrifuð á …
Fyrirtæki mega fylgjast með einkaskilaboðum starfsfólks séu þau skrifuð á vinnutíma AFP

Vinnuveitendur mega fylgjast með netnotkun starfsmanna á vinnutíma, meðal annars einkaskilaboð sem þeir senda í gegnum spjallhugbúnað eða spjallrásir á netinu. Þetta er niðurstaða Mannréttindadómstósl Evrópu.

Um var að ræða einkaskilaboð sem rúmenskur verkfræðingur hafði sent með Yahoo Messenger á vinnutíma. Fyrirtækið sem hann starfaði hjá rak hann úr starfi árið 2007 þegar í ljós kom að hann var að skrifast á við unnustu sína og bróður í vinnutíma. Í starfsreglum fyrirtækisins var lagt bann við að appið yrði notað til einkanota í vinnunni. 

Dómstóllinn hafnaði rökum mannsins um að fyrirtækið hafi brotið gegn rétti hans til þess að eiga í persónulegum bréfaskriftum. Töldu dómararnir að fyrirtækið hafi verið í fullum rétti að lesa einkaskilaboð mannsins sem voru rituð á vinnutíma.

Aftur á móti megi fyrirtæki hins vegar ekki njósna ótakmarkað um starfsmenn sína. Hinsvegar megi fyrirtæki fylgjast með því hvort starfsmenn séu ekki ekki að vinna að vinnutengdum verkefnum á vinnutíma.

Niðurstaða Mannréttindadómstólsins er bindandi fyrir öll ríki sem hafa staðfest mannréttindasáttmála Evrópu. Það þýðir að niðurstaðan gildir fyrir Ísland.

Frétt Guardian

Frétt BBC

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert