Skotleyfi á tónlistarkonur

Hafdís Huld Þrastardóttir
Hafdís Huld Þrastardóttir mbl.is/Eggert Jóhannesson

„Fókusinn á útlit kvenna í tónlist er mun meiri en á útlit karlkyns tónlistarmanna og það er ótrúlega sorglegt,“ segir Hafdís Huld Þrastardóttir tónlistarkona sem á um þessar mundir 20 ára starfsafmæli.

Hafdís Huld hóf feril sinn 15 ára gömul í GusGus og hefur gefið út þrjár sólóplötur sem hafa fengið 4-5 stjörnu dóma í erlendum miðlum. Hafdís Huld glímdi við áfallastreituröskun eftir langvarandi veikindi dóttur sinnar en er að ná bata og fjórða platan er í vinnslu.

Í viðtali í Sunnudagsblaði Morgunblaðsins ræðir Hafdís ferilinn og meðal annars viðbrögð hér heima við útliti hennar á umslagi annarrar sólóplötunnar. Í Bretlandi fékk platan lofsamlega dóma en hérlendis veltu sér margir fyrst og fremst upp úr útliti hennar.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert