Eðlilegt að hætta við

Fólkið hefur búið í flóttamannabúðum í Líbanon. Sumir í mörg …
Fólkið hefur búið í flóttamannabúðum í Líbanon. Sumir í mörg ár. AFP

Það er alveg eðlilegt að flóttamenn hætti við að fara til lands þar sem þeim hefur verið boðin búseta. Þetta segir Linda Rós Alfreðsdóttir, sérfræðingur hjá velferðarráðuneytinu í samtali við mbl.is en í gær var sagt frá því að þrjár sýrlenskar fjöl­skyld­ur sem höfðu lýst áhuga á að setj­ast að á Íslandi hafi hætt við að koma.

Fyrri frétt mbl.is: Þrjár fjölskyldur hættu við

„Um leið og þú segir já við flutningum ertu smá að gefa upp vonina. Fólkið er í Líbanon, við hliðina á heimalandi sínu og vilja auðvitað vera heima hjá sér,“ segir Linda í samtali við mbl.is. „Það er eðlilegt að fólk hætti við og það var alveg búist við þessu. Svo kemur bara annar hópur í þeirra stað.“

35 sýrlenskir flóttamenn koma til landsins síðdegis í dag frá París. Þegar blaðamaður mbl.is náði í Lindu var hún stödd á Charles de Gaulle flugvellinum en hún er meðal þeirra sem fylgja flóttamönnunum til Íslands.

Hún segir flóttamennina hressa en þreytta eftir langt ferðalag en þau lögðu af stað frá Beirút í nótt. Fjórar fjölskyldur fara til Akureyrar í kvöld en tvær til Kópavogs. Aðspurð hvort að fólkið á leið norður viti af fannferginu sem bíði þeirra svarar Linda því játandi. „Þau fengu senda mynd frá Akureyri og þeim leist bara ágætlega á. Einhver þeirra þekkja snjó frá Sýrlandi.“

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert