Átök í flugvallarrútu

Ökumaðurinn var að bláedrú en farþeginn dauðadrukkinn.
Ökumaðurinn var að bláedrú en farþeginn dauðadrukkinn. mbl.is/Sigurður Bogi Sævarsson

Til átaka kom í hópferðarbifreið á leið frá Keflavíkurflugvelli í nótt til Reykjavíkur. Farþegi sakaði bílstjórann um að vera ölvaðan. Endaði þetta með því að lögreglan á höfuðborgarsvæðinu þurfti að skerast í leikinn.

Um eitt í nótt hringdi farþegi hópferðarbifreið í lögreglu og tilkynnti um að ökumaður bifreiðarinnar væri ölvaður. 

Einhverju síðar er aftur hringt í lögreglu og er það annar farþegi í hópferðarbifreiðinni sem tilkynnir um mann sem er að ráðast á ökumann hópferðabifreiðar. En þá rútan komin til Garðabæjar. 

Árásarmaðurinn var mjög ölvaður og hafði ætlað að stöðva akstur hópferðabifreiðarinnar. Hann hafði  ráðist að bílstjóranum sem hann taldi ölvaðan og rifið í stýri bifreiðarinnar.  Maðurinn, það er ölvaði árásarmaðurinn og farþeginn,  var handtekinn af lögreglu og fjarlægður úr bifreiðinni.  Ökumaður hópferðarbifreiðarinnar blés í öndunarsýnamæli lögreglu sem sýndi 0.00 prómill. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert