Á að bora göt eða hlúa að fólki?

Kári berst fyrir því að Landspítalinn fái meira fjármagn.
Kári berst fyrir því að Landspítalinn fái meira fjármagn. mbl.is/Sigurður Bogi Sævarsson

Kári Stefánson segir að það sé grundvallar mannúðaratriði að hlúa að þeim sem eru lasnir. Stjórnvöld megi ekki gera málamiðlanir hvað það varðar.

„Hvort viljum við frekar bora göt í gegnum fjöll eða hlúa að fólki sem að öðrum kosti myndi þjást meira eða deyja fyrr en það myndi þurfa að gera í löndum þar sem er betra heilbrigðiskerfi,“ sagði Kári í Kastljósi fyrr í kvöld.

„Ég held því fram að þetta sé grundvallar mannúðaratriði að hlúa vel að þeim sem eru lasnir og þeim sem eru meiddir. Ég held því fram að þetta sé eitt af þeim málum sem við getum ekki gert málamiðlanir um.“

Hann bætti við: „Það er heldur ósmekklegt þegar menn fara inn á slysavarðstofu að þeir þurfa að byrja á því að draga upp kreditkort“.

Stærðfræðingurinn og samfélagsrýnirinn Pawel Bartoszek var einnig gestur þáttarins og spurði hann Kára út í tölurnar sem hann hefur notað í undirskriftasöfnun sinni.

Frétt mbl.is: Pawel segir tölur Kára ekki réttar

Kári sagði alrangt hjá Pawel að halda því fram að hann noti tölur sem aðalrökstuðninginn fyrir því sem hann sé að gera.

„Það sem ég er að gera er að hvetja landsmenn til að setja fram þá kröfu að við rekum heilbrigðiskerfi sem getur sinnt skyldum sínum,“ sagði hann og bætti við að það megi gera alls konar leikfimi með þessar tölur.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert