Þjófar á ferð í verslunum og skóla

Lögreglan fékk nokkrar tilkynningar um þjófnaði í dag.
Lögreglan fékk nokkrar tilkynningar um þjófnaði í dag. mbl.is/Þórður

Tilkynnt var um tvo þjófnaði í Kópavogi og Breiðholti í dag. Fyrst var tilkynnt um þjófnað í verslun laust fyrir klukkan eitt. Á fjórða tímanum var svo tilkynnt um þjófnað í grunnskóla.

Þetta kemur fram í dagbók lögreglunnar. 

Á svæði lögreglunnar sem nær yfir Grafarvog, Mosfellsbæ og Árbæ var tilkynnt um þjófnað í annarri verslun um fjögurleytið í dag.

Skömmu síðar fékk lögreglan á svæðinu tilkynningu um mann sem hafði ógnað öðrum manni með hnífi.

Atvikið átti sér stað fyrir utan heimili þeirra.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert