Hópelti á vinnustað

Hópelti á vinnustað er algengara en einelti að sögn Hildar …
Hópelti á vinnustað er algengara en einelti að sögn Hildar Jakobínu.

„Hópelti er það sem er kallað „mobbing“ á ensku og styðjumst við að mestu við nýjustu fræðin frá Bandaríkjunum. Lengi hefur einelti og hópelti verið sett undir sama hatt en það eru í raun aðrir þættir sem liggja til grundvallar fyrir síðarnefndu tegundinni af hegðun fullorðins fólks,“ segir Hildur Jakobína Gísladóttir, stjórnunarráðgjafi og markþjálfi. 

Hópelti er fremur nýtt hugtak yfir óæskilega hegðun starfsmanna. Brynja Bragadóttir, doktor í vinnusálfræði, varð bráðkvödd á síðasta ári en hún hafði verið að skoða þetta fyrirbæri ásamt starfssystur sinni, Hildi Jakobínu. Hildur hefur haldið áfram rekstri Officium ráðgjafar, fyrirtækis þeirra sem veitir þjónustu á sviði vinnusálfræði, stjórnunar og samskipta en hópelti er það sem Brynja og Hildur höfðu lagt áherslu á síðustu misserin áður en Brynja lést. 

Til nánari útskýringar á fyrirbærunum er einelti í hópi fullorðinna á vinnustað þegar einn einstaklingur sýnir öðrum einstaklingi endurtekna neikvæða framkomu og hegðun. Hópelti er hins vegar þegar hópur einstaklinga veitist að einum eða fleiri einstaklingum.

„Þegar um einelti er að ræða getur verið auðveldara að uppræta vandann þar sem það er kannski ein manneskja, sem sýnir þessa hegðun. Í hópelti er það oft hreinlega „venjulegur“ hópur fólks sem fer að haga sér eftir ákveðnu mynstri og tekur einn eða fleiri fyrir.“

Hildur segir hætt við að hópelti geti myndast þar sem fyrirtækjum er meðal annars illa stjórnað með vanvirkri stjórnun, þar sem lélegt upplýsingaflæði er innan fyrirtækisins og starfslýsingar óljósar. Það sama eigi við um fyrirtæki þar sem ríkir pólitík eða að siðferðisgildi eru með óásættanlegu móti.

„Við höfum verið að benda á að líklega er hópelti algengara en einelti. Það er óalgengara að þetta sé maður á mann; einhver illgjarn einn einstaklingur heldur en aðstæður sem myndast vegna óheilbrigðra stjórnunarhátta. Rannsóknir styðja það. Mörgum þykir það framandi þegar byrjað er að tala um þetta þar sem flestir þekkja einelti eins og það birtist hjá börnum og tengja við það. Það er ekki hægt að nota alveg sömu nálgun á það.“

Hildur segir að sökum vanþekkingar hafi fyrirbærið hópelti ekki verið tekið nógu mikið inn í reikninginn þegar leitað er úrlausna á einelti. „Þetta hugtak er nýlegt og ekki margir sem þekkja það á Íslandi. Þess vegna skiptir fræðsla miklu máli og má segja að fræðsla til annarra fagstétta eins og lækna, félagsráðgjafa og sálfræðinga sé mikilvæg þar sem það eru aðilar sem þolendur hópeltis leita til vegna líkamlegra og andlega einkenna sem tengjast þessari tegund ofbeldis.

Ítarlegra viðtal við Hildi um umfjöllun um hópelti birtist í Sunnudagsblaði Morgunblaðsins um helgina minningarsjóður um Brynju hefur verið stofnaður í hennar nafni; Stofnun dr. Brynju Bragadóttur, sem hefur það að markmiði að vinna gegn vinnustaðaeinelti. Í tilefni stofnunarinnar verður efnt til tónleika með valinkunnum tónlistarmönnum í Bústaðakirkju í dag, sunnudaginn 31. janúar. Tónleikarnir eru frá kl. 12-16.

Brynja Bragadóttir og Hildur Jakobína Gísladóttir.
Brynja Bragadóttir og Hildur Jakobína Gísladóttir.
Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert